Lærisveinar Robins van Persies í Heerenveen riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á laugardag.
AZ Alkmaar vann leikinn 9:1, sem er stærsti sigur liðsins í deildinni í sögu félagsins.
Um leið er um stærsta ósigur Heerenveen að ræða í hollensku úrvalsdeildinni í sögu félagsins.
Van Persie fer því ekki mjög vel af stað á þjálfaraferli sínum en um fyrsta aðalþjálfarastarf hans er að ræða. Tók Hollendingurinn við stjórnartaumunum hjá Heerenveen í maí síðastliðnum.