Sterkur sigur Liverpool

Virgil Van Dijk og Kostas Tsimikas fagna marki þess fyrrnefnda.
Virgil Van Dijk og Kostas Tsimikas fagna marki þess fyrrnefnda. AFP/Piero Cruciatti

AC Milan tók á móti Liverpool í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikið var á San Siro leikvanginum í Mílanó og endaði leikurinn með sigri Liverpool, 3:1.

Leikurinn fór fjörlega af stað og var ekki nema þriggja mínútna gamall þegar fyrsta markið leit dagsins ljós en þar var að verki bandaríski kantmaðurinn Christian Pulisic sem skoraði með góðu skoti og AC Milan komið yfir, 1:0.

Liðsmenn AC Milan fagna með markaskoraranum Christian Pulisic.
Liðsmenn AC Milan fagna með markaskoraranum Christian Pulisic. AFP/Piero Cruciatti

Mohamed Salah var nálægt því að jafna metin á 17. mínútu en þá fékk hann sendingu innfyrir vörn AC Milan og átti gott skot að marki en það fór í þverslána.

Á 23. mínútu jafnaði franski varnarmaðurinn Ibrahima Konaté metin fyrir Liverpool. Hann skallaði þá boltann í markið eftir góða fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold.

Ibrahima Konaté fagnar marki sínu í kvöld.
Ibrahima Konaté fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Piero Cruciatti

Salah skaut aftur í slána á 30 mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti frá Cody Gakpo. Boltinn féll þá fyrir fætur Salah sem náði góðu skoti með vinstri fæti en boltinn vildi ekki í markið.

Fyrirliði Liverpool, Virgil Van Dijk, kom liði sínu yfir á 41. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu Kostas Tsimikas í netið og gestirnir komnir yfir, 2:1.

Meira markvert gerðist ekki í fjörugum fyrri hálfleik og leiddi Liverpool með einu marki þegar norski dómarinn, Espen Eskas, flautaði til hálfleiks.

Ungverjinn, Dominik Szoboszlai, skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu á 67. mínútu þegar hann setti fyrirgjöf frá Cody Gakpo í markið og tvöfaldaði forystu Liverpool, 3:1.

Dominik Szoboszlai fagnar eftir að hafa skorað þriðja mark Liverpool …
Dominik Szoboszlai fagnar eftir að hafa skorað þriðja mark Liverpool í kvöld. AFP/Piero Cruciatti

Rafael Leao reyndi hvað hann gat að minnka muninn og átti skot í stöng í uppbótartíma leiksins en nær komust liðsmenn AC Milan ekki og leikurinn rann sitt skeið.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

AC Milan 1:3 Liverpool opna loka
90. mín. Uppbótartími verður að lágmarki sex mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert