Hótuðu að handtaka konuna mína

Son Jun-ho gat ekki leynt tilfinningunum sínum á fundinum.
Son Jun-ho gat ekki leynt tilfinningunum sínum á fundinum. AFP/Anthony Wallace

Suðurkóreski knattspyrnumaðurinn Son Jun-ho, sem er kominn í ævilangt bann frá íþróttinni í Kína fyrir mútuþegni, kveðst saklaus af ásökunum kínverska sambandsins.

Leikmaðurinn, sem hefur leikið 20 leiki fyrir suðurkóreska landsliðið, ræddi við blaðamenn í heimalandinu. Hann var handtekinn í maí á síðasta ári og að eigin sök neyddur til að játa sök.

„Þeir hótuðu að handtaka konuna mína og færa hana í sama fangelsi og mig ef ég játaði ekki sök. Þeir sýndu mér líka myndir af börnunum mínum og spurðu mig hvað börnin mín hefðu gert til að eiga skilið að eiga mig sem pabba.

Eina sönnunin sem þeir hafa er játning, sem er með öllu fölsk,“ sagði hann. Bannið gildir ekki í Suður-Kóreu og hefur leikmaðurinn því haldið ferlinum áfram með Suwon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert