Kannski skiptir skoðun leikmanna ekki máli

Alisson, markvörður Liverpool, eftir leik með brasilíska landsliðinu.
Alisson, markvörður Liverpool, eftir leik með brasilíska landsliðinu. AFP/Mauro Pimentel

Alisson, markvörður Liverpool, skýtur föstum skotum að þeim sem hafa séð til þess að leikjum fjölgar stöðugt í hinum ýmsu keppnum í knattspyrnu karla.

Leikjum hefur verið fjölgað í Meistaradeild Evrópu og þá fer í hönd ný útgáfa heimsmeistaramóts félagsliða með fleiri liðum næsta sumar. Auk þess verða fleiri lið og fleiri leikir á HM 2026.

Þetta þýðir aukið leikjaálag fyrir leikmenn þeirra félaga og þjóða sem tryggja sér keppnisrétt á þessum mótum. Alisson er ekki ýkja hrifinn af þessari þróun.

„Það spyr engin leikmennina hvað þeim finnst um að fleiri leikjum sé stöðugt bætt við þannig að kannski skiptir skoðun okkar ekki máli.

Það vita samt allir hvað okkur finnst um að fá fleiri leiki. Það eru allir orðnir þreyttir á þessu,“ sagði Alisson á fréttamannafundi í gær.

Liverpool heimsækir AC Milan í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert