Liverpoolmaðurinn fyrrverandi til PAOK

Dejan Lovren.
Dejan Lovren. Ljósmynd/Liverpool FC

Dejan Lovren hefur skrifað undir tveggja ára samning við grísku meistarana PAOK. Hinn 35 ára gamli Lovren var samningslaus eftir að hafa yfirgefið Lyon í sumar.

Lovren lék í sex ár fyrir Liverpool og var leikmaður liðsins þegar liðið varð enskur meistari og vann Meistaradeild Evrópu. Varnarmaðurinn lék 78 landsleiki fyrir Króatíu.

Auk Liverpool hefur Lovren spilað fyrir Lyon, Southampton, Dynamo Zagreb og Zenit frá St. Pétursborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert