„Salan á Jóni var stórt augnablik fyrir mig“

Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mörg knattspyrnufélög víða um heim eru í beinum rafrænum samskiptum sín á milli sem gerir þeim kleift að ganga frá félagaskiptum. Í þessari baksviðsgrein er fjallað um tiltölulega nýjan samskiptavettvang sem er líka notaður af íslenskum félögum. Nokkur félagaskipti íslenskra leikmanna koma við sögu og þau fyrstu voru einmitt söguleg.

Þann 14. júlí árið 2017 tilkynnti Reading að félagið hefði keypt Jón Daða Böðvarsson frá Wolves. Veturinn áður hafði liðið verið nálægt því að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni og vildi gera aðra tilraun til þess. Nokkrum nýjum leikmönnum var bætt í hópinn og Jón Daði var einn af þeim. Strax eftir að kaupin voru frágengin kom íslenski framherjinn til móts við nýju samherjana sem voru í æfingabúðum í Hollandi ásamt sínum hollenska knattspyrnustjóra, Jaap Stam.

Fáir vita að þessi félagaskipti voru unnin í gegnum TransferRoom (söluherbergið). Þau voru reyndar fyrsta verkefni nýja fyrirbærisins sem var hannað þetta sama ár af danska frumkvöðlinum Jonas Ankersen.

Stórkostlegt að sjá

Hann man vel eftir þessu augnabliki, þar sem því fylgdi mikil sælutilfinning. Hann fann að þetta virkaði. Og íslenski leikmaðurinn var miðpunkturinn.

„Salan á Jóni Daða Böðvarssyni var stórt „vá“-augnablik fyrir mig því þar sást svart á hvítu hvað TransferRoom gæti gert,“ rifjar Ankersen upp.

Umfjöllunina um TransferRoom þar sem fleiri Íslendingar koma við sögu, bæði leikmenn og félög, má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert