Villa og Juventus fara vel af stað

Morgan Rogers skýtur að marki Young Boys í kvöld.
Morgan Rogers skýtur að marki Young Boys í kvöld. AFP/Sebastien Bozon

Enska liðið Aston Villa og Juventus frá Ítalíu fara vel af stað í Meistaradeild Evrópu í fótbolta en liðin fögnuðu sigri í fyrstu leikjum nýju deildarkeppninnar í kvöld.

Aston Villa gerði góða ferð til Sviss og sigraði Young Boys, 3:0. Youri Tielemans og Jacob Ramsey komu Villa í 2:0 í fyrri hálfleik.

Amadou Onana gerði þriðja markið á 86. mínútu. Villa var að leika sinn fyrsta leik í sterkustu keppni Evrópu frá árinu 1983.

Liðsmenn Juventus fagna í kvöld.
Liðsmenn Juventus fagna í kvöld. AFP/Isabella Bonotto

Juventus er með öllu meiri reynslu í keppninni og vann liðið PSV, 3:1, í Tórínó. Kenan Yildiz, sem spilaði með Tyrklandi gegn Íslandi á dögunum, gerði fyrsta markið á 21. mínútu og Weston McKennie tvöfaldaði forskot Juventus á 27. mínútu.

Nicolas Gonzalez skoraði þriðja mark ítalska liðsins á 52. mínútu, áður en Ismael Saibari klóraði í bakkann fyrir hollenska liðið með marki í uppbótartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert