De Zerbi krækir í stórt nafn

Adrien Rabiot er farinn til Suður-Frakklands.
Adrien Rabiot er farinn til Suður-Frakklands. AFP/Isabella Bonotti

Adrien Rabiot er genginn til liðs við Marseille og mun leika þar næstu tvö árin. Miðjumaðurinn, sem er 29, ára gamall, yfirgaf Juventus á frjálsri sölu í sumar.

Rabiot lék í fimm ár með Juventus en þar áður spilaði hann í heimalandinu fyrir Paris Saint-Germain, þar sem hann vann sex meistaratitla með liðinu, og Toulouse. Hann hefur leikið 48 landsleiki fyrir Frakkland.

Marseille, undir stjórn Roberto De Zerbi, er í öðru sæti eftir fjórar umferðir, tveimur stigum á eftir PSG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka