Fær ekki lokaósk sína uppfyllta

Sven-Göran Eriksson
Sven-Göran Eriksson AFP/Khaled Desouki

Sænski knattspyrnuþjálfarinn Sven Göran Eriksson, sem lést 76 ára að aldri 26. ágúst síðastliðinn, fær ekki lokaósk sína uppfyllta.

Sven Göran óskaði eftir því að ösku hans yrði dreift í Fryken-vatnið. Þeirri ósk var hins vegar hafnað eftir að hann lést þar sem ekki er lengur leyfilegt að dreifa ösku látins fólks í vatnið.

Þjálfarinn bjó lengi vel nálægt vatninu og heimsótti það reglulega eftir að hann flutti frá Svíþjóð.

„Þetta er fallegur staður sem róar mig niður. Fjöllin og vatnið. Ég ólst upp hérna. Vonandi verður hægt að dreifa öskunni minni hérna,“ sagði Sven Göran um vatnið í heimildamynd sem kom út skömmu fyrir andlát hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert