Fræðsla um heilahristing aukin

Raphaël Varane skallar knöttinn.
Raphaël Varane skallar knöttinn. AFP/Natalia Kolesnikova

Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) hefur gefið út leiðbeiningar fyrir félög um einkenni heilahristings hjá leikmönnum. Forseti FIFA, Gianni Infantino segir herferðina snúa að því að heilbrigði leikmanna í forgang en leiðbeiningarnar eru unnar í samstarfi við alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO).

Raphael Varane, fyrrverandi leikmaður Real Madrid og heimsmeistari með Frökkum, hefur opnað sig um áhyggjur sínar af höfuðhöggum og segir fótbolta hafa skaðað líkama hans. 

„Ég veit ekki hvort ég nái 100 ára aldri en ég veit að ég hef skaðað lík­amann minn. Það verður að kenna öllu ungu fólki og áhuga­mönn­um hætt­una sem get­ur stafað af því að skalla bolt­ann,“ sagði Vara­ne.

Þrjú aðalatriði í herferð FIFA eru Be aware, suspect og protect eða að þekkja einkenni heilahristings, að öll fórnarlömb höfuðhöggs séu skimuð fyrir einkennum heilahristings og að leikmaður sem sýni einkenni heilahristings sé tekinn af velli undir eins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka