Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Willumsson skoraði tvö fyrstu mörkin sín fyrir hollenska liðið Groningen er hann tryggði því stig gegn Feyenoord í efstu deild. Brynjólfur skoraði tvö mörk undir lokin og tryggði liði sínu 2:2 jafntefli.
Hann fagnaði fyrra markinu með því að renna sér á hnjánum og því seinna með því að dansa. Hann skýrði frá því í viðtali á samfélagsmiðlum félagsins að hann hafi verið að gera grín að pabba sínum, Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra.
Willum hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum með því að dansa með ungum börnum sem eru að glíma við sjaldgæfa sjúkdóma. Viðtalið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan.
Het verhaal achter de dans van Binni. 🕺#trotsvanhetnoorden pic.twitter.com/Wiwtm9buhU
— FC Groningen (@fcgroningen) September 16, 2024