Stórmeistarajafntefli í Manchester

Erling Haaland með boltann í kvöld.
Erling Haaland með boltann í kvöld. AFP/Paul Ellis

Manchester City og Inter Mílanó gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð Meistaradeildar karla í knattspyrnu í kvöld. 

Viðureignin byrjaði nokkuð rólega, City-menn voru meira með boltann en vörn Inter var þétt fyrir og skipulögð. Inter-menn gerðu margoft vel í að vinna boltann og komast í vænlegar skyndisóknir en náðu ekki að skapa sér nein dauðafæri.

Erling Haaland var nálægt því að koma City yfir á 35. mínútu. Jack Grealish fann Norðmanninn í D-boganum sem lagði boltann fyrir sig og átti skot rétt framhjá.  

Markalaust í hálfleik. 

Matteo Darmian fékk frábært færi til að brjóta ísinn snemma í síðari hálfleik. Mehdi Taremi kom með glæsilega stungusendingu á Darmian sem var einn á móti Ederson, markverði City, en í stað þess að skjóta reyndi hann hælspyrnu á samherja sem City-menn náðu að hreinsa frá.  

Á 69. mínútu fékk varamaðurinn Phil Foden dauðafæri eftir frábæra spilamennsku. Ilkay Gündogan fann Phil Foden í miðjum teignum en skot hans fór beint á Yann Sommer í marki Inter. 

Skömmu síðar fékk Henrikh Mkhitaryan fínasta færi til að koma Inter yfir. Denzel Dumfries átti fyrirgjöf sem féll fyrir fætur Mkhitaryan í teignum en skot hans fór hátt yfir markið.  

Besta færi leiksins kom á 89. mínútu. Josko Gvardiol átti góða fyrirgjöf sem fann Gündogan í markteignum en skalli hans fór beint á Sommer í marki Inter. 

Á síðustu mínútu leiksins átti Jérémy Doku fyrirgjöf á Gündogan sem tók flugskalla yfir markið. Fleiri urðu færin ekki og markalaust jafntefli staðreynd. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. City 0:0 Inter Mílanó opna loka
90. mín. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert