Markahrókurinn látinn

Schillaci á HM 1990.
Schillaci á HM 1990. AFP/George Gobet

Fyrrverandi sóknarmaður ítalska landsliðsins í fótbolta, Salvatore Schillaci, er látinn 59 ára að aldri. Banamein Schillaci var krabbamein.

Schillaci lék meðal annars með Inter og Juventus á Ítalíu en hans er helst minnst fyrir magnaða frammistöðu á heimsmeistaramótinu árið 1990 þar sem hann varð markakóngur með sex mörk.

Ítalir féllu út í undanúrslitum gegn Argentínu í Napolí í frægum leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert