Pappír í stað legghlífa

Jack Grealish spilar með legghlífar þó litlar séu.
Jack Grealish spilar með legghlífar þó litlar séu. AFP/Paul Ellis

Áhugavert atvik átti sér stað í dönsku 2. deildinni í fótbolta átti sér stað í byrjun september þegar dómarar í leik Nykøbing og Fremad Amager tóku eftir að leikmenn síðarnefnda liðsins voru með klósettpappír í stað legghlífa undir sokkunum.

Leikmönnunum var vísað aftur til búningsklefa og þeir skikkaðir til að klæðast viðurkenndum búnaði sem seinkaði leiknum um tvær og hálfa mínútu.

Af þeim sökum hefur Fremad Amager fengið formlega aðvörun frá danska knattspyrnusambandinu en það er í reglum leiksins að spila eigi með legghlífar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert