Roma rekur goðsögnina

Daniele De Rossi ásamt Thiago Motta á síðustu leiktíð
Daniele De Rossi ásamt Thiago Motta á síðustu leiktíð AFP/Filippo Monteforte

Daniele De Rossi hefur verið leystur frá störfum sem knattspyrnustjóri Roma í ítölsku A deildinni en einungis fjórir leikir eru liðnir af deildarkeppninni. Roma hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum leik.

De Rossi lék 616 leiki fyrir Roma á leikmannaferli sínum auk 117 landsleikja fyrir Ítalíu en hann var ráðinn til starfa í janúar á þessu ári þegar Jose Mourinho var sagt upp störfum hjá Roma. Ítalinn sneri gengi liðsins við og tímabundinn samningur hans var framlengdur í vor.

Roma hafnaði í sjötta sæti þriðja tímabilið í röð á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert