Zlatan reifst við Boban

Zlatan Ibrahimovic má sæta gagnrýni frá stuðningsmönnum AC Milan.
Zlatan Ibrahimovic má sæta gagnrýni frá stuðningsmönnum AC Milan. AFP/Justin Casterline

Zlatan Ibrahimovic átti í orðaskiptum við Zvonomir Boban, fyrrverandi stórstjörnu AC Milan, í kjölfarið á tapi liðsins gegn Liverpool. Zlatan starfar sem ráðgjafi hjá Mílanóliðinu en lítil ánægja ríkir meðal stuðningsmanna félagsins með stjórn og eigendur.

Boban var lykilmaður í liði AC Milan um níu ára skeið á tíunda áratugnum og starfar nú sem álitsgjafi um fótbolta á Ítalíu. Boban gagnrýndi Zlatan og stjórn AC Milan í kjölfarið á slæmu 3:1 tapi liðsins gegn Liverpool í gærkvöldi og hélt ekki aftur af sér þegar Zlatan mætti í viðtal.

Zlatan spurði Boban hvort sá síðarnendi skildi hlutverk Svíans hjá Mílanóliðinu og Króatinn svaraði því að enginn skildi hlutverk Zlatan. Hann væri of mikið fjarverandi og nánast ósýnilegur.

„Já, enginn skilur það? Þá skal ég útskýra fyrir þér, það er ég sem ræð“, sagði Svíinn, kokhraustur að vanda.

„Ég vona að þú skiljir það að enginn skilur hverju þú stjórnar, berð ábyrgð á eða þína vegferð“, svaraði Boban. 

Zvonomir Boban
Zvonomir Boban AFP

Zlatan starfar í umboði eigendahópsins RedBird þar sem hann hefur áhrif á leikmanna- og þjálfaramál félagsins. Mikil óánægja ríkir meðal stuðningsmanna liðsins en liðið er í tíunda sæti A deildarinnar og átti litla möguleika á heimavelli gegn Liverpool í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert