Ný ensk stjarna í Dortmund

Jamie Gittens fagnar síðara marki sínu.
Jamie Gittens fagnar síðara marki sínu. AFP/Nicolas Tucat

Jamie Gittens skoraði tvö mörk fyrir Borussia Dortmund í 3:0 sigri liðsins á Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann gæti fetað í fótsport Jude Bellingham og Jadon Sancho sem völdu Dortmund fram yfir stærstu lið Englands.

Gittens hefði getað skorað þrennu en fékk ekki að taka vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. Það gerði Serhou Guirassy  í staðinn og gulltryggði 3:0 sigur þeirra gulklæddu.

Gittens er frá Lundúnum en lék fyrir yngri lið Manchester City. Líkt og Sancho ákvað Gittens að skrifa frekar undir í Dortmund heldur en að framlengja við Manchesterliðið vegna þess að líklegra væri að hann fengi spiltíma hjá aðalliði félagsins.

Hann sér ekki eftir því eftir góða frammistöðu á stærsta sviði knattspyrnunnar í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert