Rekinn eftir niðurlæginguna

Kane skoraði fjögur.
Kane skoraði fjögur. AFP/Alexandra Beier

Dynamo Zagreb hefur rekið þjálfara liðsins eftir stórt tap gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu. Leikar enduðu 9:2 sem forsvarsmenn króatíska liðsins gátu ekki sætt sig við.

Harry Kane skoraði fjögur mörk fyrir Bayern á ólympíuleikvanginum í München en þrjú af þeim komu úr vítaspyrnum.

Dynamo tilkynnti á samfélagsmiðlum í dag að Sergej Jakirovic láti af störfum sem þjálfari liðsins en biður fjölmiðla og stuðningsmenn um að sýna honum og fjölskyldu hans nærgætni á þessum erfiðu tímum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert