Vítaklúður í markalausu jafntefli

Marco Carnesecchi í marki Atalanta spyrnir fram í kvöld. Gabriel …
Marco Carnesecchi í marki Atalanta spyrnir fram í kvöld. Gabriel Jesus sækir að honum. AFP/Isabella Bonotto

Atalanta tók á móti Arsenal í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Spilað var í Bergamó á Ítalíu og endaði leikurinn með bragðdaufu markalausu jafntefli, 0:0.

Óhætt er að segja að fyrri hálfleikur hafi verið ómerkilegur. Hvorugu liðinu tókst að tengja saman sendingar á vallarhelmingi andstæðingsins og úr varð vægast sagt óspennandi leikur.

Seinni hálfleikur hófst af miklum krafti þegar Atalanta fékk vítaspyrnu á 48. mínútu. Brasilíumaðurinn Ederson fór þá illa með Thomas Partey sem braut af sér og Clement Turpin, dómari leiksins, benti á punktinn.

Mateo Retegui fór á punktinn en hann lét David Raya, markvörð Arsenal, verja frá sér. Frákastið endaði hjá Retegui sem átti skalla að marki en Raya var fljótur á fætur og varði aftur frá ítalska framherjanum.

David Raya, markvörður Arsenal, í leiknum í kvöld.
David Raya, markvörður Arsenal, í leiknum í kvöld. AFP/Isabella Bonotto

Gabriel Martinelli fékk dauðafæri á 75. mínútu þegar hann fékk góða sendingu frá Raheem Sterling inn fyrir vörn heimamanna. Brasilíumaðurinn fór hins vegar illa að ráði sínu og skaut boltanum hátt yfir markið.

Meira gerðist ekki í þessum leik og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Atalanta 0:0 Arsenal opna loka
90. mín. Uppbótartími verður að lágmarki fjórar mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert