Sterling sá fyrsti í sögunni

Raheem Sterling í leiknum með Arsenal í gærkvöldi.
Raheem Sterling í leiknum með Arsenal í gærkvöldi. AFP/Isabella Bonotto

Raheem Sterling skráði sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli Arsenal gegn Atalanta í Bergamó í gærkvöldi.

Með því að spila fyrir Arsenal í Meistaradeildinni varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að spila fyrir fjögur ensk lið í keppninni.

Sterling hefur leikið fyrir nokkur af sterkustu liðum Englands en hann er að láni hjá Arsenal frá Chelsea.

Þar á undan lék Sterling lengi fyrir Manchester City eftir að hafa hafið meistaraflokksferilinn ungur að árum með Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert