Freyr Alexandersson svaraði óánægðum stuðningsmanni Kortrijk á samfélagsmiðlinum X í dag og sagði belgíska miðilinn HLN hafa logið upp á sig.
Miðillinn sagði Frey hafa logið að leikmönnum Kortrijk að hann hafi verið veikur þegar hann átti í raun að hafa flogið til Wales að ræða við Cardiff City.
Stuðningsmaður Kortrijk, Arne nokkur, gagnrýndi þessi vinnubrögð Freys en Freyr var snöggur til að leiðrétta málflutninginn.
„Sæll Arne. Einu lygarnar eru þær sem birtast í greininni. Ég myndi aldrei búa til svona atburðarrás. Takk fyrir stuðninginn,“ sagði Freyr.
Dear Arne. The only lies are the ones in that article. Would never set up this kind of scenario.
— Freyr Alexandersson (@freyrale) September 24, 2024
Thanks for your support 🙏