Belgíski miðillinn HLN segir Frey Alexandersson hafa flogið til Wales og rætt við forsvarsmenn Cardiff City en Íslendingurinn er orðaður við starf knattspyrnustjóra félagsins.
Miðilinn segir Frey hafa sagt leikmönnum sínum að hann hefði verið veikur en hann missti af æfingu liðsins þegar hann var staddur í Wales.
Eigendur Cardiff eru þeir sömu og eiga Kortrijk, félag Freys. Freyr tók við Kortrijk í desember síðastliðnum og bjargaði liðinu úr vonlausri stöðu á botni deildarinnar.
Mark Hughes er talinn líklegastur af veðbönkum að taka við Cardiff.