Andri Lucas Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, var snöggur að láta til sín taka í dag þegar Gent sigraði OH Leuven, 3:0, í belgísku A-deildinni.
Andri kom inn á sem varamaður á 76. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði hann þriðja mark Gent í leiknum.
Þetta er annað mark Andra í fyrstu sjö leikjum hans með Gent í deildinni en félagið keypti hann af Lyngby í ágúst.
Gent er í öðru sæti deildarinnar með 16 stig, sex stigum á eftir toppliði Genk sem er með 22. Síðan koma Club Brugge, Charlerio, Westerlo og Anderlecht öll með 14 stig.
Gerkens 🅰️ Gudjohnsen ⚽️🤩#GNTOHL #JPL pic.twitter.com/AvdD86koWt
— KAA Gent (@KAAGent) September 29, 2024