Langþráður sigur eftir mikil læti

Kolbeinn Þórðarson skoraði áður en leikurinn var stöðvaður.
Kolbeinn Þórðarson skoraði áður en leikurinn var stöðvaður. Eggert Jóhannesson

Gautaborg vann langþráðan sigur í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld er liðið lagði GAIS í grannaslag á heimavelli, 2:0. Var sigurinn sá fyrsti eftir tíu leiki í röð án sigurs. 

Kolbeinn Þórðarson kom Gautaborg yfir á 36. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks.

Mikill rígur er á milli liðanna en GAIS er í Gautaborg. Stuðningsmenn tóku því upp á því að kveikja á blysum og flugeldum, sem endaði með að dómari leiksins stöðvaði leikinn og sendi leikmenn inn í búningsklefa.

Leikurinn var stöðvaður í um klukkutíma, áður en hann var svo loks leikinn til enda. 

Gautaborg er í ellefta sæti með 27 stig eftir 25 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert