Mafíustarfsemi á San Siro

Stuðningsmenn AC Milan.
Stuðningsmenn AC Milan. AFP/Gabriel Bouys

Nítján stuðningsmenn Mílanóliðanna AC Milan og Internazionale hafa verið handteknir vegna gruns um tengsl við mafíuna. 

Aðilar málsins eru grunaðir um miðabrask á heimaleikjum liðanna en bæði liðin leika á San Siro-vellinum í Mílanó.  Að auki eru þeir grunaðir um ólöglega áfengissölu í kringum völlinn, bílastæðavörslu og morð.

Í byrjun september var Antonio Bellocco, leiðtogi eins „ultra“-hóps Inter, myrtur af öðrum Inter-ultra, Andrea Beretta. Bellocco var tengdur Ndrangheta-mafíunni en Beretta á að baki langan sakaferil.

Í kjölfar lögreglurannsóknar á morðinu hafa fleiri glæpir komið í ljós en menn úr ultra-hópum beggja liða hafa verið handteknir og talið er að þeir tengist mafíufjölskyldum frá Calabria.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert