Popp hættir með landsliðinu

Alexandra Popp fagnar einu af 47 landsliðsmörkum sínum.
Alexandra Popp fagnar einu af 47 landsliðsmörkum sínum. AFP/William West

Fyrirliði þýska kvennalandsliðsins í fótbolta, Alexandra Popp, hættir að spila með landsliðinu í lok október. Síðasti leikur hennar verður vináttuleikur gegn Áströlum.

Popp hefur leikið 144 landsleiki og skorað í þeim 67 mörk en hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2010.

„Með sorg í hjarta hef ég ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Eldurinn innra með mér fer hverfandi“, sagði Popp í yfirlýsingu sem birt var af þýska knattspyrnusambandinu og félagsliði hennar, Wolfsburg.

Popp varð Ólympíumeistari með Þjóðverjum árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert