Arftaki Þóris Hergeirssonar fundinn

Þórir Hergeirsson hættir með Noreg í lok árs.
Þórir Hergeirsson hættir með Noreg í lok árs. Kristinn Magnússon

Norska handknattleikssambandið er búið að finna arftaka Þóris Hergeirssonar hjá kvennalandsliðinu en það er hinn 56 ára gamli Ole Gustav Gjekstad. 

Gjekdsted var fyrsti kostur hjá sambandinu en Þórir mun hætta sem þjálfari norska landsliðsins í lok þessa árs. 

Þórir hef­ur náð stór­kost­leg­um ár­angri með norska liðið síðan hann tók við því árið 2009 og gert Nor­eg að ólymp­íu­meist­ara í tvígang, heims­meist­ara í þrígang og Evr­ópu­meist­ara fimm sinn­um.

Á síðasta stór­móti gerði hann norska liðið að ólymp­íu­meist­ara í Par­ís í ág­úst. 

Gjekstad er þaulreyndur þjálfari en hann stýrði meðal annars kvennaliði Vipers Kristansand í heimalandinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert