Klopp sæmdur þýsku heiðursorðunni

Jürgen Klopp ásamt forsetanum Frank-Walter Steinmeier.
Jürgen Klopp ásamt forsetanum Frank-Walter Steinmeier. AFP/Tobias Schwarz

Jürgen Klopp var í dag sæmdur heiðursorðu Þýskalands fyrir störf hans í þágu þýska ríkisins. 

Hann var sæmdur heiðursorðunni af Frank-Walter Steinmeier Þýskalandsforseta í Bellevue-höllinni í Berlínarborg í tilefni af degi þýskrar einingar. 

Klopp, sem hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor, er afar vinsæll í heimalandinu og þykir hafa verið Þýskalandi til sóma á erlendri grundu. 

Hann stýrði einnig Mainz og Dortmund í Þýskalandi áður en hann tók við Liverpool árið 2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert