Varnarmaðurinn efnilegi semur við Fram

Þorri Stefán Þorbjarnarson í baráttunni við fyrrverandi liðsfélaga sinn Úlf …
Þorri Stefán Þorbjarnarson í baráttunni við fyrrverandi liðsfélaga sinn Úlf Ágúst Björnsson. Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn ungi, Þorri Stefán Þorbjörnsson, er genginn alfarið í raðir Fram en hann var á mála hjá Lyngby í Danmörku. 

Þorri, sem er aðeins 18 ára gamall, hefur leikið á láni frá danska liðinu á þessu tímabili með Fram en hann skrifar nú undir þriggja ára samning í Úlfarsárdal. 

Þorri, sem er efnilegur varnarmaður, er uppalinn hjá Fram en hann fór til FH fyrir tímabilið 2022 og var þar í eitt og hálft ár áður en hann gekk í raðir Lyngby.

Þorri hefur byrjað 22 af þeim 24 leikjum sem Fram hefur spilað í Bestu deildinni hingað til. Þá er hann í U19-ára landsliðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert