Manchester City jafnaði met nágrannana og erkifjendanna í Manchester United þegar fyrrnefnda liðið lagði Slovan Bratislava örugglega að velli, 4:0, í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöldi.
Man. City er nú taplaust í síðustu 25 leikjum í Meistaradeildinni. Þar af hafa 17 leikir unnist og átta lokið með jafntefli.
Þó Man. City hafi dottið úr leik gegn Real Madríd í átta liða úrslitum keppninnar á síðasta tímabili eftir tap í vítaspyrnukeppni er sá leikur skráður sem jafntefli.
Man. United var taplaust í 25 leikjum í röð á sínum tíma, frá september árið 2007 til maí 2009.
25 - Manchester City are now unbeaten in each of their last 25 UEFA Champions League games (W17 D8); the joint-longest run without defeat in European Cup/UEFA Champions history, level with Manchester United between September 2007-May 2009. Juggernaut. #UCL pic.twitter.com/7Ri8yiwXjZ
— OptaJoe (@OptaJoe) October 1, 2024