City jafnaði met United

İlkay Gündoğan, James McAtee, Pep Guardiola og Kyle Walker fagna …
İlkay Gündoğan, James McAtee, Pep Guardiola og Kyle Walker fagna sigrinum á Slovan Bratislava í gærkvöldi. AFP/Joe Klamar

Manchester City jafnaði met nágrannana og erkifjendanna í Manchester United þegar fyrrnefnda liðið lagði Slovan Bratislava örugglega að velli, 4:0, í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöldi.

Man. City er nú taplaust í síðustu 25 leikjum í Meistaradeildinni. Þar af hafa 17 leikir unnist og átta lokið með jafntefli.

Þó Man. City hafi dottið úr leik gegn Real Madríd í átta liða úrslitum keppninnar á síðasta tímabili eftir tap í vítaspyrnukeppni er sá leikur skráður sem jafntefli.

Man. United var taplaust í 25 leikjum í röð á sínum tíma, frá september árið 2007 til maí 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert