Lætur óvænt af störfum

Aliou Cissé var fyrirliði Senegal á HM 2002 og tók …
Aliou Cissé var fyrirliði Senegal á HM 2002 og tók við sem landsliðsþjálfari í mars 2015. AFP/Ozan Kose

Senegalinn Aliou Cisse hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari karlaliðs þjóðar sinnar eftir níu og hálft ár í starfi, en samningur hans verður ekki endurnýjaður.

Undir stjórn Cisse varð Senegal Afríkumeistari árið 2022. Knattspyrnusamband Senegals vildi framlengja við Cisse en íþróttamálaráðuneyti Afríkuþjóðarinnar var á öðru máli.

Ráðuneytið hefur sín völd, því stjórn landsins greiðir laun landsliðsþjálfara, en ekki knattspyrnusambandið. 

BBC greinir frá að ákvörðunin komi mörgum á óvart og sérstaklega tímasetningin, en Cisse hafði þegar tilkynnt um blaðamannafund á föstudag til að kynna nýjan landsliðshóp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert