Liverpool áfram á sigurbraut

Liverpool hafði betur gegn Bologna, 2:0, í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Anfield í kvöld. 

Liverpool er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir eða sex stig. Bologna er með eitt stig. 

Liverpool komst yfir á 11. mínútu með marki frá Alexis Mac Allister. Það kom eftir stórkostlega sendingu frá Mohamed Salah yfir vörn Bologna þar sem Mac Allister mætti og skoraði af stuttu færi. 

Bologna-menn voru sprækir, áttu góða spilakafla og gerðu vel í því að pressa Liverpool ofarlega á vellinum.

Dan Ndoye var tvisvar nálægt því að jafna metin fyrir Bologna með skömmu millibili. Á 28. mínútu átti Ndoye fast skot sem fór í varnarmann og þaðan í þverslána. Aðeins þremur mínútum síðar átti Ndoye gott skot í stöngina eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum. 

Stuttu síðar gerði Ndoye vel þegar hann vann boltann af Trent Alexander-Arnold ofarlega á vellinum. Hann renndi boltanum fyrir markið á Kacper Urbanski sem skaut en Alisson gerði frábærlega í því að verja frá honum. 

Staðan í hálfleik, 1:0 fyrir Liverpool.  

Bologna-menn héldu áfram að ógna í síðari hálfleik. Góð fyrirgjöf rataði á Riccardo Orsolini á fjærstönginni í góðu færi sem skaut en Alisson varði vel. 

Mohamed Salah tvöfaldaði forystu Liverpool á 75. mínútu. Dominik Szoboszlai fann Salah á kantinum sem keyrði inn á völlinn og smurði síðan boltanum í vinkilinn.  

Mörkin urðu ekki fleiri og 2:0-sigur Liverpool þar með staðreynd.



Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Liverpool 2:0 Bologna opna loka
90. mín. Bologna fær hornspyrnu +1 Orsolini með skot úr aukaspyrnunni í varnarvegginn og þaðan í horn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert