Maradona grafinn upp

Diego Maradona lést árið 2020.
Diego Maradona lést árið 2020. APF

Líkamsleifar argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona verða grafnar upp á næstu dögum og færðar frá hefðbundnum kirkjugarði og yfir í grafhýsi í Buenos Aires höfuðborg Argentínu.

Dætur Maradona, sem lést árið 2020 sextugur að aldri, standa að baki flutningunum. Verður svæðið í kringum grafhýsið kallað M10, en Maradona var yfirleitt í treyju númer 10 á farsælum ferli.

Átta manns hafa verið kærðir fyrir að eiga þátt í dauða Maradona, sem kom í kjölfarið á heilaskurðaðgerð sem hann gekkst undir.

Maradona er af flestum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert