Sterkur útisigur Ítalanna – tvö sjálfsmörk á Spáni

Raoul Bellanova fagnar marki sínu.
Raoul Bellanova fagnar marki sínu. AFP/Ina Fassbender

Ítalska liðið Atalanta hafði betur gegn Shakhtar Donetsk, 3:0, á útivelli í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Var leikurinn spilaður í Gelsenkirchen í Þýskalandi, þar sem ekki er mögulegt að spila í Donetsk í Úkraínu. 

Berat Djimsiti og Ademola Lookman sáu til þess að staðan í hálfleik væri 2:0 og Raoul Bellanova gerði þriðja markið í seinni hálfleik.

Atalanta er með fjögur stig eftir tvo leiki og Shakhtar Donetsk með eitt.

Liðsmenn Feyenoord fagna vel í leikslok.
Liðsmenn Feyenoord fagna vel í leikslok. AFP/Manaure Quintero

Feyenoord frá Hollandi gerði góða ferð til Spánar og vann Girona, 3:2. Feyenoord er nú með þrjú stig en Girona án stiga.

Antoni Milambo skoraði fyrir Feyenoord og hin tvö mörkin voru sjálfsmörk. David Lopez og Donny van de Beek gerðu mörk Girona. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert