Andri Guðjohnsen ræddi við breska ríkisútvarpið

Andri Lucas Guðjohnsen fyrir æfingu með íslenska landsliðinu.
Andri Lucas Guðjohnsen fyrir æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á vef breska ríkisútvarpsins í dag er rætt við landsliðsmanninn Andra Lucas Guðjohnsen, sem er mættur til Lundúna með félagsliði sínu Gent sem heimsækir Chelsea í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Faðir Andra Lucasar, Eiður Smári Guðjohnsen, gerði garðinn frægan með Chelsea þegar hann var ungur að árum.

„Það var ansi dæmigert að dragast gegn Chelsea, var það ekki?“ sagði Andri Lucas, sem er fæddur í Lundúnum.

„Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í föður minn. Hann vissi þá þegar af þessu. Þetta er sérstök upplifun fyrir mig og hann.

Ég fæddist þegar pabbi minn spilaði þarna. Þetta er frekar einstakur dráttur,“ bætti sóknarmaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert