Ekki sáttur eftir símtal frá Heimi

Heimir Hallgrímsson þjálfar Íra.
Heimir Hallgrímsson þjálfar Íra. AFP/Paul Faith

Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Íra í fótbolta, opinberaði í dag landsliðshópinn fyrir leiki gegn Finnlandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni síðar í mánuðinum.

Athygli vakti að Matt Doherty leikmaður Wolves var ekki í hópnum að þessu sinni. Heimir hringdi í varnarmanninn, sem var ósáttur við að vera ekki valinn.

„Ég hringdi í Matt í gær og útskýrði af hverju hann var ekki valinn. Hann var auðvitað ekki ánægður því hann vill spila hvern einasta leik fyrir Írland. En ég fullvissaði hann um að við erum ekki að útiloka hann.

Við erum einungis að prófa aðra leikmenn. Fyrir mann með svona reynslu fannst okkur betra að gefa honum frí núna og láta hann ekki dúsa á bekknum,“ sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert