Fertugur stuðningsmaður rífst við unglinga

St. Andrews, heimavöllur Birmingham City.
St. Andrews, heimavöllur Birmingham City. Ljósmynd/@BCFC

Það er fyrsta flokks upplifun að fara á knattspyrnuleik í neðri deildum Englands. Bakvörður gerði það einmitt síðastliðinn laugardag þar sem Birmingham – Peterborough varð fyrir valinu.

Leikurinn fór fram á hinum fornfræga St. Andrews-leikvangi í Birmingham, sem tekur tæplega 30.000 áhorfendur. Á þessum heimavelli Birmingham frá árinu 1906 voru rúmlega 27.000 áhorfendur mættir á leik í C-deildinni.

Birmingham hafði sigur, 3:2, eftir að Peterborough hafði komist í 0:2 snemma leiks. Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson hóf endurkomuna með því að minnka muninn fyrir Birmingham í fyrri hálfleik og var að öðrum ólöstuðum besti maðurinn á vellinum.

Annar landsliðsmaður, Alfons Sampsted, kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og stóð vel fyrir sínu. Auðvitað var frábært að fá mikinn markaleik en sérstaklega gaman hafði bakvörður af því að vera með stuðningsmönnum Peterborough á leiknum.

Á svona leikjum eru stuðningsmenn liðanna mikið að kýta og gera gys hver að öðrum. Margir þeirra taka því persónulega, sem er mjög skondið. Til dæmis þegar fertugur stuðningsmaður Peterborough var að rífast við 13 ára stuðningsmenn Birmingham, þar sem þeim fertuga var mikið niðri fyrir.

Bakvörð Gunnars má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert