Gagnrýnir Kane harðlega

Harry Kane gengur súr af velli í gær.
Harry Kane gengur súr af velli í gær. AFP/Darren Staples

Enska landsliðsfyrirliðanum Harry Kane hefur mistekist að skora í tveimur síðustu leikjum með Bayern München eftir að hann gerði tíu mörk í fjórum leikjum þar á undan.

Walter M. Straten blaðamaðurinn virti hjá Bild í Þýskalandi, gagnrýnir enska landsliðsfyrirliðann í grein á miðlinum.

Kane náði ekki að skora gegn ríkjandi meisturum Leverkusen í þýsku 1. deildinni, né gegn Aston Villa í Meistaradeildinni í gær.

„Hann reynir mikið en það gengur lítið. Það er varla gott að skora þrjú mörk gegn Kiel ef þú nærð ekki skoti á markið í stóru leikjunum. Hann hengur einn frammi og það gerist ekkert,“ skrifaði Straten.

Kane hefur enn ekki unnið stóran titil á ferlinum, þrátt fyrir að vera einn skæðasti framherji heims í áraraðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert