Slot í sögubækurnar hjá Liverpool

Arne Slot hefur farið vel af stað með Liverpool.
Arne Slot hefur farið vel af stað með Liverpool. AFP/Paul Ellis

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, náði merkilegum áfanga í sínum níunda leik við stjórnvölinn hjá karlaliðinu í gærkvöldi er það lagði Bologna að velli, 2:0, í Meistaradeild Evrópu.

Undir stjórn Slots hefur Liverpool unnið átta af níu leikjum sínum og er Hollendingurinn fyrsti stjórinn í sögu félagsins sem afrekar það að vinna átta af fyrstu níu leikjum sínum við stjórnvölinn.

Fimm sigranna hafa komið í ensku úrvalsdeildinni, tveir í Meistaradeildinni og einn í enska deildabikarnum. Eini tapleikurinn kom óvænt á heimavelli í úrvalsdeildinni gegn Nottingham Forest.

Í leikjunum níu hefur Liverpool skorað 22 mörk og aðeins fengið á sig fjögur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert