Tíu United-menn sluppu með skrekkinn

Harry Maguire bjargaði stigi fyrir United.
Harry Maguire bjargaði stigi fyrir United. AFP/Miguel Riopa

Manchester United og Porto skildu jöfn, 3:3, á heimavelli síðarnefnda liðsins í Portúgal í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld.

Marcus Rashford og Rasmus Höjlund komu United í 2:0 á fyrstu 20 mínútunum en Pepé og Samu Aghehowa jöfnuðu fyrir hlé.

Aghehowa var aftur á ferðinni á 50. mínútu er hann fullkomnaði endurkomu Porto. Vont varð verra fyrir United á 81. mínútu er fyrirliðinn Bruno Fernandes fékk sitt annað rauða spjald í tveimur leikjum.

Þrátt fyrir liðsmuninn tókst United að jafna í uppbótartíma er varamaðurinn Harry Maguire skallaði í netið eftir hornspyrnu frá Christian Eriksen.

Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson voru báðir allan tímann á bekknum hjá Elfsborg er liðið vann frækinn heimasigur á Roma, 1:0.

Önnur úrslit:
Athletic Bilbao 2:0 AZ Alkmaar
Besiktas 1:3 Frankfurt
PAOK 0:1 FCSB
Plzen 0:0 Ludogorets
Rangers 1:4 Lyon
Royale SG 0:0 Bodö/Glimt
Twente 1:1 Fenerbahce

Standings provided by

<a href="https://www.sofascore.com/" target="_blank">Sofascore</a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert