Afleit tölfræði ten Hags

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP/Darren Staples

Karlalið Manchester United í knattspyrnu fékk á sig þrjú mörk í leik í enn eitt skiptið undir stjórn Eriks ten Hags í gærkvöldi þegar liðið gerði jafntefli við Porto, 3:3, í Evrópudeildinni.

Frá því að ten Hag tók við sumarið 2022 hefur Man. United fengið á sig þrjú mörk 24 sinnum í öllum keppnum. Ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni hefur fengið þrjú mörk á sig í leik jafn oft á þeim rúmu tveimur árum sem hann hefur verið við stjórnvölinn.

Man. United hefur þá fengið á sig tvö mörk eða fleiri í 31 skipti í öllum keppnum á sama tímabili. Sömuleiðis hefur ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni fengið tvö mörk eða fleiri á sig jafn oft og Rauðu djöflarnir frá því ten Hag tók við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert