Ekki lengur í teymi Heimis eftir gagnrýni

Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Íra.
Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Íra. AFP/Paul Faith

Írski knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Glenn Whelan er ekki lengur í þjálfarateymi karlalandsliðs þjóðar sinnar, þar sem hann starfaði sem leikgreinandi fyrir Eyjamanninn Heimi Hallgrímsson sem er landsliðsþjálfari.

Whelan gagnrýndi leikmenn liðsins sem sérfræðingur í írska sjónvarpinu og sagði þá meðal annars skorta trú og að þeir væru vanir því að tapa.

Heimir tjáði sig um brotthvarf Whelan á blaðamannafundi í gær.

„Ég þekki hann ekki neitt en ég hefði ekki farið þessa leið. Ég hef aldrei talað við hann og hann er ekki lengur að leikgreina,“ sagði Heimir.

Glenn Whelan í leik með írska landsliðinu.
Glenn Whelan í leik með írska landsliðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert