Napólí er komið með fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta eftir heimasigur á Como, 3:1, í kvöld.
Scott McTominay kom Napólí yfir strax á 1. mínútu en Gabriel Strefezza jafnaði metin rétt fyrir hálfleik.
Romelu Lukaku kom Napólí aftur yfir á 53. mínútu með marki úr víti og varamaðurinn David Neres gerði þriðja markið á 86. mínútu.
Napólí er með 16 stig, fjórum stigum meira en Juventus í öðru sæti. Mílanóliðin Inter og AC koma þar á eftir með 11, eins og Tórínó.