Kennir komu Mbappé um

Jude Bellingham hefur ekki náð sömu hæðum og fyrir ári …
Jude Bellingham hefur ekki náð sömu hæðum og fyrir ári síðan. AFP/Sameer Al-Doumy

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham var aðalmaðurinn á sínu fyrsta tímabili með spænska knattspyrnurisanum Real Madrid á síðustu leiktíð, þrátt fyrir að vera þá aðeins tvítugur.

Spænski miðillinn AS útskýrir að frammistaða Bellingham sé mun verri á þessu tímabili og koma Kylians Mbappés sé stór ástæða þess.

„Hann er mun slakari á þessu tímabili. Hann er ekki búinn að skora mark. Á sama tíma á síðustu leiktíð var hann með sex mörk í sjö leikjum. Hlutverk hans hefur breyst með komu Mbappés og þetta er ekki að smella,“ skrifaði blaðamaðurinn Manu de Juan á miðilinn.

„Hann er kominn í aðra stöðu og liðið virkar einfaldlega ekki eins vel núna og það hefur áhrif á frammistöðu Bellingham,“ bætti hann við.

Real er í öðru sæti spænsku 1. deildarinnar með 18 stig, þremur stigum minna en topplið Barcelona. Þá tapaði liðið óvænt fyrir Lille í Meistaradeildinni á miðvikudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert