Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg unnu sannfærandi heimasigur á Leipzig, 5:0, í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.
Íslenska landsliðskonan byrjaði á bekknum en kom inn á hjá Wolfsburg á 60. mínútu í stöðunni 1:0.
Aðeins fimm mínútum síðar var hún búin að skora sitt fyrsta mark í deildinni á leiktíðinni.
Með sigrinum fór Wolfsburg upp í þriðja sæti deildarinnar, þar sem liðið er með tíu stig eftir fimm umferðir.