Viðbrögð Sir Alex náðust á myndband

Sir Alex Ferguson er goðsögn hjá Manchester United.
Sir Alex Ferguson er goðsögn hjá Manchester United. Ljósmynd/AFP

Sir Alex Ferguson, einn sigursælasti knattspyrnustjóri sögunnar, fylgist enn vel með Manchester United þar sem hann er goðsögn.

Ferguson stýrði United frá 1986 til 2013 og gerði liðið 13 sinnum að enskum meistara, fimm sinnum að bikarmeistara og tvisvar að Evrópumeistara.

Skotinn mætir á nær alla leiki Manchester United á Old Trafford og þá fylgist hann vel með í útileikjum sem hann hefur ekki tök á að mæta á.

Sir Alex mætti á leik Rangers frá Skotlandi gegn Lyon frá Frakklandi í Evrópudeildinni í gærkvöldi, sem fór fram á sama tíma og útileikur Manchester United gegn Porto í sömu keppni.

Harry Maguire jafnaði í 3:3 fyrir United í uppbótartíma og var Sir Alex spenntur í símanum að fylgjast með í stúkunni í heimalandinu.

Myndband af atvikinu má sjá  hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert