William Cole Campbell hefur verið færður upp í aðallið Borussia Dortmund og er hann í leikmannahóp liðsins sem mætir Union Berlín í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.
Cole Campbell, sem er 18 ára, er með íslenskt ríkisfang og hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Á dögunum tók hann hinsvegar ákvörðun um að spila fyrir bandaríska landsliðið en faðir Cole er bandarískur.
Móðir Cole Campbell er Rakel Ögmundsdóttir en hún á að baki landsleiki í fótbolta fyrir Íslands hönd.