Kristiansund tók á móti Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og endaði leikurinn með sigri heimamanna í Kristiansund, 2:1.
Badou, framherji Kristiansund, skoraði tvö mörk fyrir heimamenn áður en Stefán Ingi Sigurðarson minnkaði munin fyrir Sandefjord.
Nær komust gestirnir ekki og endaði leikurinn með sigri Kristiansund. Hilmir Rafn Mikaelsson kom af bekknum hjá Kristiansund á 81. mínútu.
Eftir leikinn er Kristiansund í 9. sæti deildarinnar með 29 stig en Sandefjord er í harðri fallbaráttu í 14. sæti með 22 stig.