Real jafnaði stigafjölda Barcelona

Federico Valverde skoraði og lagði upp í kvöld.
Federico Valverde skoraði og lagði upp í kvöld. AFP/Franck Fife

Real Madrid er með 21 stig í öðru sæti eftir níu leiki í 1. deild karla í knattspyrnu eftir 2:0-sigur á Villarreal í Madrid í kvöld.

Barcelona er með 21 stig í fyrsta sæti, með betri markatölu og hefur spilað færri leiki en Real en Barcelona mætir Deportivo Alaves á morgun klukkan 14:15 í níundu umferð.

 Federico Valverde kom Real yfir eftir stoðsendingu frá Luka Modric á 14. mínútu og Valverde lagði svo upp seinna mark Real sem Vinicius Junior skoraði á 73. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka