Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, var skiljanlega ósáttur út í leikmenn liðsins eftir 3:2 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
Tottenham var 2:0 yfir í fyrri hálfleik en Brighton skoraði þrjú mörk á 18 mínútna kafla í seinni hálfleik.
„Þetta eru vonbrigði. Þetta er líklega versti ósigur sem við höfum lent í síðan ég hef verið hér.
Óásættanleg seinni hálfleikur. Við vorum ekki nálægt því sem við ættum að vera. Við sættum okkur við örlög okkar sem er erfitt að skilja vegna þess að við höfum ekki gert það síðan ég kom hingað. Við höfum venjulega barist fyrir öllu,“ sagði Postecoglou eftir leikinn